Frá og með fimmtudeginum 29. september færast tímar í grunnþjálfun og boltaskóla inn í íþróttahúsin samkvæmt stundaskrá.

Þá byrjar nýtt tímabil í boltaskólanum og er það körfuboltinn sem tekur við af fótboltanum.

Kristján Flosason heldur áfram utan um boltaskóla yngri barnanna en leikmenn meistaraflokks KFÍ sjá um þjálfun eldri hópsins.

Krakkarnir hafa staðið sig með prýði í fótboltanum og eiga örugglega eftir að standa sig vel í körfunni líka.