Á komandi helgi spilar Vestri tvo blakleiki í íþróttahúsinu á Torfnesi. Á laugardag kl. 13 er það meistaraflokkur karla sem tekur á móti HKb og á sunnudag kl. 14 spilar meistarflokkur kvenna við HKb.

Karlalið Vestra hefur gengið mjög vel í vetur og er sem stendur í efsta sæti 1. deildar með 33 stig eftir 12 leiki en HKb er í þriðja sæti með 23 stig en á tvo leiki til góða. Það stefnir því í skemmtilegan leik á laugardaginn hjá Vestramönnum.

Vestrakonur eru í þriðja sæti í 1. deild en HKb eru í öðru sæti með einu stigi meira en Vestri sem á einn leik til góða. Leikur sunnudagsins hjá kvennaliði Vestra verður því eflaust spennandi og barist um hvert stig. 

Hvetjum við fólk til að mæta en blak er mjög skemmtileg íþrótt og oft mikil spenna í leiknum.