Í íþróttahúsinu á Torfnesi fara fram tveir körfuboltaleikir næstu daga. Í kvöld föstudag tekur meistaraflokkur karla hjá Vestra á móti liði Snæfells kl. 19.15. Á sunnudag er það stúlknaflokkur Vestra sem spilar við Val/Stjörnuna kl. 15.30. Kjörið tækifæri að kíkja við og hvetja Vestra til sigurs.