Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ungmennasamband Borgarfjarðar er mótshaldari þessa Unglingalandsmóts. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.


Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Búseta og aðild að íþróttafélagi skiptir engu máli, allir hafa jafnan rétt til keppni á mótinu.

Keppnisgreinar á Unglingalandsmótinu verða dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Þá gefst fötluðum kostur á að keppa í sundi og frjálsíþróttum.

Skráning keppenda hefst mánudaginn 12. júlí.

Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí.

HSV mætir að sjálfsögðu til leiks á unglingalandsmótið í Borganesi.  Fyrirkomulagið verður eins og undanfarin ár.  Keppendur, einstaklingar eða lið skrá sig til leiks á netinu í skráningakerfi unglingalandsmótsins.  Þegar skráningu er lokið þarf að hafa samband við HSV því greiðla á keppnisgjaldi fer í gegnum HSV.  Eitt keppnisgjald er fyrir einstakling og fær hann þá keppnisrétt í öllum keppnisgreinum á mótinu.  HSV fær úthlutað ákveðnu svæði á tjaldsvæði mótsins þar sem allt okkar fólk ætti að geta komið sér vel fyrir.  Þar mun HSV setja upp samkomutjald þar sem hægt verður að setjast niður og borða, spjalla og hafa gaman.  Einnig verður til taks Muurikka panna sem fólk getur nýtt sér til að elda á.

HSV hvetur alla sem áhuga hafa á að keppa í einhverjum af þeim keppnisgreinum sem í boði eru að skrá sig.  Unglingalandsmót er frábær fjölskylduhátíð fyrir alla sem vilja skemmta sér vel.  Allar upplýsingar um mótið er hægt að sjá á heimasíðu mótsins http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ .  Einnig er hægt að hafa samband við framkvæmdarstjóra HSV í tölvupóst hsv@hsv.is eða í síma 450-8450. 

Keppendur sem skrá sig þurfa að vera búinn að greiða HSV sitt gjald fyrir 23.júlí.    Þegar búið er að skrá keppanda þarf að greiða fyrir einstaklinginn inn á reikning HSV 556-14-602395 kt:490500-3160 og setja nafn keppanda í skýringu og/eða senda kvittun á tölvupóst HSV hsv@hsv.is.  Einnig þarf að senda upplýsingar um keppandann á tölvupóstfang HSV hsv@hsv.is , upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru nafn og kennitala keppanda, keppnisgrein/ar keppanda, nafn, sími og tölvupóstfang foreldra/forráðarmanns.  Yfirfararstjóri HSV verður Guðni Guðnason.

Fyrir þá krakka sem hafa áhuga á að keppa í frjálsum íþróttum á unglingalandsmótinu og vilja fá þjálfun eða tilsögn. þá eru æfingar undir stjórn Jóns Oddssonar í sumar,  æfingar fyrir 10-13 ára á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kr 12:00-13:00 og fyrir 14 ára og eldri kl 18:30 sömu daga.