Auður Líf Benediktsdóttir efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 og einn styrkþega.
Auður Líf Benediktsdóttir efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 og einn styrkþega.

Nýlega var úthlutað úr Afrekssjóði HSV. Alls bárust 13 umsóknir frá þremur félögum og var úthlutað styrkjum samtals að upphæð 1.120.000 krónum.

Þeir sem hlutu styrk voru:

Íþróttafélagið Ívar: Kristín Þorsteinsdóttir

Blakdeild Vestra: Auður Líf Benediktsdóttir, Birkir Eydal, Gísli Steinn Njálsson, Hafsteinn Sigurðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Kjartan Óli Sigurðsson.

Skíðafélag Ísfirðinga: Albert Jónsson, Anna María Daníelsdóttir, Dagur Benediktsson, Pétur Tryggvi Pétursson, Sigurður Hannesson, Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

Allir styrkþegarnir hafa verið valdir í landslið eða eru í undirbúning fyrir landsliðsferðir. Fjöldi styrkumsókna sýnir hve gott starf er unnið í barna og unglingastarfi hjá aðildarfélögum HSV og hefur fjöldi þeirra iðkenda sem valin eru til verkefna hjá sínum sérsamböndum aukist ár frá ári.