Glaðir Skíðafélagspúkar
Glaðir Skíðafélagspúkar
1 af 2

Nú á helginni fara fram Andrésar Andarleikarnir á Akureyri. Frá Skíðafélagi Ísfirðinga eru rúmlega 70 keppendur og taka þau þátt í keppni á gönguskíðum, bretti og í alpagreinum. Leikarnir voru settir á miðvikudag, og keppt er á fimmtudag, föstudag og laugardag. Mikill fjöldi aðstandenda fyrlgir keppendum og myndast skemmtileg stemmning bæði á gististað og upp í fjalli. Foreldrar buðu upp á grillpartý bæði á alpagreinasvæði og göngusvæði í sól og 12 gráðu hita á fyrsta sumardegi. Leikunum er slitið á laugardag og fara þá keppendur til síns heima reynslunni ríkari.