Frestur til að sækja um styrk úr æskulýðssjóði rennur út 1. febrúar. Íþróttafélög, skátar, hjálpasveitir, nemendafélög og fleiri æskulýðssamtök geta sótt um, en úr sjóðnum er úthlutað á þriggja mánaða fresti. Íþróttafélög geta einnig sótt um styrk úr íþróttasjóði þar sem umsóknarfrestur rennur út 1. október. 

Nánar

Sunnudaginn 25. janúar kl. 16:00 verður íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2008 útnefndur. Athöfnin fer fram á 4. hæð stjórnsýsluhússins og er öllum opin.

Nánar

Gleðilegt nýtt ár

Ég vil minna félögin á að það þarf að vera búið að skila inn til ferðasjóðs ÍSÍ fyrir 12.janúar næstkomandi. Mikilvægt er að öll félög sem geta samkvæmt reglum sótt um geri það. Ekki hika að vera í sambandi við skrifstofu HSV ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar eða hjálp við umsóknina.

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum liðið ár og hlökkum til samstarfsins á nýju ári.

Nánar

Málþinginu „Æskan á óvissutímum" hefur verið frestað þar sem veður hamlar nú flugi til Ísafjarðar. Málþingið verður haldið klukkan 16.30 á morgun, miðvikudag

Nánar