Íþróttahús Ísafjarðarbæjar verða lokuð almenningi frá og með deginum í dag, 19. mars, og fram yfir helgi. Á mánudaginn verður staðan hvað varðar íþróttaæfingar og aðra starfsemi í húsunum endurmetin.

 

Öllum æfingum HSV er aflýst fram yfir helgi hið minnsta.

 

Nánar má lesa um málið á heimsíðu Ísafjarðarbæ. https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/frettir-og-utgafa/frettasafn/covid-19-ithrottahusum-lokad-fram-yfir-helgi

Nánar

Hlé verður gert á öllum æfingum leik-og grunnskólabarna til 23.mars nk.  Þetta gildir fyrir öll félög innan HSV. 

Þetta er gert eftir tilmæli frá ÍSÍ og UMFÍ

 

Í tilkynningu frá ÍSÍ segir:

“Í samskiptum ÍSÍ við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikill anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð fyrir því að röskun verði á íþróttastarfi næstu daga þangað til íþróttafélög, skólasamfélagið og sveitarfélög hafa komið sér niður á lausnir til að halda úti starfi með þeim takmörkunum sem munu gilda næstu fjórar vikurnar. Í samskiptum við ofangreinda aðila hefur komið fram að til að unnt sé að undirbúa þetta verkefni og útfæra þær takmarkanir sem nú eru í gildi með fullnægjandi hætti væri heppilegt að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir þennan aldurshóp fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars nk. ÍSÍ mælist til að farið verði eftir þessum tilmælum.”

Nánar

Í ljósi tilkynningar yfirvalda um samkomubann hefur HSV ákveðið að fella niður allar æfingar hjá sínum aðildarfélögum mánudaginn 16.mars.

Aðildarfélög HSV munu fara yfir möguleika að halda æfingum áfram með breyttu sniði sem tekur mið af reglum um samkomubann. 

Frekari upplýsingar um framhaldið munu berast á næstu dögum.

Nánar

Í síðustu viku lauk heimsmeistarmóti unglinga í skíðagöngu sem fram fór í Oberwiesenthal í Þýskalandi.

Fjórir keppendur frá SFÍ tóku þátt á mótinu og stóðu sig með prýði.

 

Mánudagur 2.mars - 5/10 km hefðbundin aðferð - HM unglinga
80.sæti - Anna María Daníelsdóttir 17:36.0

84.sæti - Jakob Daníelsson 32:11.5

Þriðjudagur 3.mars - 10/15 km hefðbundin aðferð - U23

60.sæti - Albert Jónsson 42:23.8
61.sæti - Dagur Benediktsson 42:29.5

Miðvikudagur 4.mars - 15/30 km frjáls aðferð, hópræsing - HM unglinga
76.sæti - Anna María Daníelsdóttir 44:07.0

66.sæti - Jakob Daníelsson 1:31:59.1

Fimmtudagur 5.mars

37.sæti - Albert Jonsson 1:22:30.2

49.sæti - Dagur Benediktsson 1:24:49.6

 

HSV ósakr öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

Nánar

Fyrir leik meistaraflokks Kkd. Vestra og Selfoss 17. febrúar síðastliðinn skrifuðu bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir undir afrekssamning við Afrekssjóð HSV.  Samningarnir fela í sér að Afreksjóður greiðir mánaðarlegan styrk til íþróttamannanna í eitt ár.  Er þetta annað árið í röð sem bræðurnir gera slíkan samning við sjóðinn.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs, skrifaði undir samninginn fyrir hönd HSV en Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra, skrifaði undir fyrir hönd félagsins.

Bræðurnir, sem eru nýorðnir 18 ára, þykja vera einir efnilegustu körfuboltamenn Íslands um þessar mundir.  Þeir hafa verið lykilleikmenn og náð frábærum árangri með yngri liðum Kkd. Vestra, t.d. bikarmeistaratitill í 9. flokki árið 2017, silfur í Íslandsmóti 10. flokks 2018 og sigur á Scania Cup í Svíðþóð síðastliðið sumar.  Einnig spila þeir stór hlutverk fyrir meistaraflokk Kkd. Vestra á þessu tímabili. Hilmir og Hugi stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði og eru þar á Afreksbraut.

Í morgun var tilkynnt að bræðurnir eru báðir valdir í 16 manna U18 ára landsliðshóp KKÍ vegna verkefna á komandi sumri en þeir voru liðsmenn U18 í fyrra auk U16 og U15 árin þar á undan. U18 ára landsliðið keppir á NM í Finnlandi í júní og EM í Oradea í Rúmeníu í júlí.

HSV óskar þessum efnilegu íþróttamönnum innilega til hamingju með frammistöðuna og samninginn.

Nánar