- 18.07.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Styttist í unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á verslunarmannahelginni á Höfn í Hörnafirði. HSV hvetur félagsmenn sína til að kynna sér upplýsigar um mótið sem eru birtar hér til hliðar. Unglingalandsmót er upplifun sem ekki gleymist og allur aldur hefur gaman af.
Upplýsingasíða mótsins er www.uml.is Skráningarfrestur er til 28. júlí.
Við minnum á að HSV greiðir helming þátttökugjald iðkenda aðildarfélaga HSV
Nánar
- 10.07.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Unglingalandsmót á Höfn um verslunarmannahelgina
Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.
Eins og á öllum Unglingalandsmótum UMFÍ er keppt í fjölmörgum skemmtilegum greinum alla mótsdagana. Á kvöldin verða tónleikar með m.a. Bríeti, Daða Frey, Úlfi Úlfi, Sölku Sól, Unu Stef og GDRN.
HSV greiðir helming þátttökugjalds fyrir sína iðkendur. Þátttakendur frá HSV greiða því kr. 3.750 í skráningargjald.
Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: www.ulm.is
Nánar
- 31.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfivika, laugardagur og sunnudagur
Tveir viðburðir eru á dagskrá Hreyfiviku á helginni; samflot í sundlaug Bolungavíkur og kajakróður á pollinum. Því miður þurfti að fresta Gönguferð Ferðafélags Ísfirðinga sem átti að vera á laugardaginn kl. 10. Og dettur hún því út úr Hreyfivikudagskrá. Ferðin verðu hinsvegar farin eftir viku, laugardaginn 8. júní kl. 10.
Laugardagur 1. júní
Kl. 10.00 Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur milli kl. 10:00 og 11:00.
„Einstök slökun í þyngdarleysi vatnsins í hugljúfu tónaflóði og lífsljósið logar skært sem aldrei fyrr.“
Sunnudagur 2. júní
Kl. 11.00 Kajakróður með Sæfara á Pollinum.
Félagsmenn Sæfara veita leiðsögn og sjá um fararstjórn. Leiga á búnaði 2.000 kr. Lagt upp frá aðstoðu Sæfara nður í Neðstakaupstað.
Nánar
- 31.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfivika, viðburður föstudags
Í dag föstudag er í boði að kynnast pútti. Félagar úr Kubba verða til leiðsagnar.
Kl. 14-17.00 Púttum saman.
Viðburður á púttvellinum á Torfnesi. Félagar ú íþróttafélaginu Kubba verða til leiðbeiningar á vellinum. Kylfur og golfboltar á staðnum.
Nánar
- 29.05.19
- Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir
Hreyfivika, viðburðir fimmtudags - uppstigningardags
Á fimmtudag eru þrír viðburðir í Hreyfivikunni:
Kl. 10.00 Útijóga í Naustahvilft.
Gönguferð upp í Naustahvilft þar sem Gunnhildur Gestsdóttir hjá Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi og klæða sig eftir veðri.
Kl. 17.00 Hjólaviðburður og þrautabraut í boði Vestra á Silfurtorgi.
Vestri hjólreiðar blæs til hjólaþrautabrautar á Silfurtorgi fyrir alla fjölskylduna. Settar verða upp ýmsar þrautir og félagsmenn gefa tækni leiðbeiningar. Við kynnum æfingar sumarsins fyrir börn, unglinga og fullorðna
Kl. 17.30 Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu.
Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.
Nánar