Vestri í úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta
Lið Vestra í körfubolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar. Mótherjar Vestra er Fjölnir og er fyrsti leikur í kvöld föstudaginn 22. mars kl 18 í Grafarvogi. Annar leikur einvígissins verður svo leikinn á Ísafirði mánudaginn 25. mars í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 19.15.
HSV hvetur Vestramenn nær og fjær að mæta á leiki og hvetja liðið til sigurs.
Nánar
Bolvíkingar keppa á heimsleikum Special Olympics í Abu Dhabi
Guðmundur Kristnn Jónasson og Þorsteinn Goði Einarsson í Abu Dhabi
Á heimsleikum Special Olympics sem nú fara fram í Abu Dhabi eru tveir keppendur frá Ívari, það eru Bolvíkingarnir Þorsteinn Goði Einarsson og Guðmundur Kristinn Jónasson. Þeir keppa í tvíliðaleik í badminton, þjálfi þeirra er Jónas L. Sigursteinsson. Keppni er hafin og hafa drengirnir mátt þola töp en einnig unnið sigra. Öll ferðin er mikil upplifun og má fylgjast með ævintýri þeirra á instagram síðu þeirra: itr_ivar_abu_dhabi
Íslenski hópurinn á heimsleikunum hefur nú dvalið ytra í nær tvær vikur við undirbúning og keppni. Íþróttasamband fatlaðra er með fréttir af hópnum inn á sínum síðum: Snapchat (ifsport) og Instagram (npciceland) sem og á Facebook-síðu sambandsins.
Nánar
Frístundarútan fer líka inn í Holtahverfi
Frá og með 13. mars fer frístundarútar sem ekur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur einnig inn í Holtahverfi. Áætlun frístundarútu er nú svona:
Frístundarúta
Ísafjörður - Bolungarvík
Holtahverfi - - 15:00 16:00 17:00 18:00
|
Torfsnes 13:00* 14:00 15:05 16:05 17:05 18:05
|
Pollgata 13:02* 14:02 15:07 16:07 17:07 18:07
|
Hnífsdalur 13:10* 14:10 15:15 16:15 17:15 18:15
|
Bolungarvík 13:25* 14:25 15:25 16:25 17:25 18:25
|
Bolungarvík - Ísafjörður
Bolungarvík 13:30* 14:30 15:30 16:30 17:30 18:30
|
Hnífsdalur 13:40* 14:40 15:40 16:40 17:40 18:40
|
Pollgata 13:45* 14:45 15:45 16:45 17:45 18:45
|
Torfsnes 13:47* 14:47 15:47 16:47 17:47 18:47
|
Holtahverfi 13:55* 14:55 15:55 16:55 17:55 18:55
|
*Eingöngu á föstudögum
Stoppað er við íþróttamiðstöðina Árbæ í Bolungarvík, Strandgötu 7a og Ísafjarðarvegi 4 í Hnífsdal, Pollgötu á Ísafirði (bakvið Hótel Ísafjörður), íþróttahúsið á Torfnesi og Holtahverfi.
Nánar
Mikið var um að vera í íþróttalífi Ísfirðinga um liðna helgi. Keppt var í þremur íþróttahúsum, Torfnesi, Bolungarvík og Þingeyri í körfubolta, blaki og boccia. Bogfiminámskeið fór fram hjá Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar í aðstöðu þeirra á Torfnesi og 50 konur voru á gönguskíðanámskeiði á Seljalandsdal. Auk þess lék knattspyrnulið Harðar tvo leiki og lið Vestra einn í Reykjavík. Yngri flokkar Vestra í körfubolta voru líka á ferðinni, 7. flokkur stúlkna spilaði í Njarðvík og 9. flokkur á Stykkishólmi. Skíðakrakkar voru við keppni norður í landi, göngumenn á Ólafsfirði og alpakrakkar á Dalvík.
Í íþróttahúsinu á Þingeyri fór fram í fyrsta sinn keppni á Íslandsmeistaramóti í körfubolta en þar var leikið mót hjá 9. flokki drengja. Á Þingeyri er verið að setja upp nýja skorklukku í íþróttahúsið og verður þá hægt að spila í húsinu leiki hjá yngri flokkum í blaki og körfubolta. Væntanlega verður mikið spilað þar á næstu leiktíð.
Á Torfnesi á föstudagskvöld lék meistarflokkur Vestra í körfubolta sinn síðasta heimaleik fyrir úrslitakeppni er þeir léku við lið Hamars. Leikurinn tapaðist 84-101 en Vestri hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í lok mánaðarins. Á laugardag kl. 11 sigraði drenglið Vestra í körfubolta lið Keflavíkur. Blaklið karla lék kl. 13 við lið HKb og sigraði 3-1. Að leik loknum fékk Vestri afhnt verðlaun fyrir að vera deildarmeistarar í 1. deild. kl. 15 var komið að kvennaliði Vestra í blaki en þær töpuðu fyrir liði Ýmis 0-3. Með þeim sigri tryggði lið Ýmis sér deildarmeistaratilil í 1. deild kvenna og var þeima afhent sigurlaun að leik loknum. Á sunnudag fór svo fram í húsinu Góumót Kubba í boccia.
Í íþróttahúsinu í Bolungarvík sigraði blið Vestra í körfuknattleik við lið Grundarfjarðar. Á sunnudagkl. 14.00 lék kvennalið Vestra í blaki við Aftureldingu-b, sá leikur tapaðist 3-0 og kl. 16 lék stúlknaflokkur Vestra í körfubolta við lið Hauka.
Nánar
Vestri deildarmeistarar í blaki
Vestri deildarmeistarar 2019
Tihomir Paunovski þjálfari Vestra hampar bikarnum
Kári Eydal yngsti leikmaður Vestra tekur við verðlaunum frá Guðmundi Gunnarssyn bæjatstjóra
Karlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar. Síðastliðinn laugardag fengu þeir afhent verðlaun af því tilefni. Það var Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti þeim deildarbikarinn í Torfnesi að loknum sigurleik gegn HKb. Með sigri sínum í fyrstu deild hefur Vestri tryggt sér keppnisrétt í úrvalsdeild næsta keppnistímabil. Þjálfari Vestra er Tihomir Paunovski.
Nánar