Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til og með 27. október.

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/reglur_styrktarsjods_thjalfara/

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 8638886

Nánar

Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Sambandið vinnur náið með sveitarfélögunum tveimur að uppbyggingu íþróttamála á svæðinu ásamt því að vinna með aðildarfélögum að framgangi einstakra íþróttagreina.

Framkvæmdastjóri er starfsmaður stjórnar HSV og ber ábyrgð á daglegum rekstri ásamt samskiptum við sveitarfélög, aðildarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar. Um er að ræða 75-100% starf og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 1. desember eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með rekstri HSV ásamt áætlunargerð
 • Eftirfylgni með framkvæmd Íþróttaskóla HSV
 • Samskipti við Ísafjarðarbæ og eftirfylgni með framkvæmd samninga við bæjarfélagið
 • Samskipti við aðildarfélög HSV
 • Samskipti við UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd
 • Samskipti við stjórn HSV

 

Hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, önnur tungumálakunnátta kostur
 • Ástríða fyrir íþróttum
 • Jákvæðni og rík þjónustulund
 • Góð almenn tölvukunnátta ásamt grunnþekkingu í að vinna með heimasíður

 

Með umsókn skulu eftirfarandi gögn fylgja:

 • Ferilskrá og kynningarbréf
 • Afrit af prófskírteinum
 • Meðmæli eða umsagnir um fyrri störf umsækjanda


Umsóknir skulu berast í tölvupósti á netfangið hsv@hsv.is 

eða bréfleiðis á skrifstofu HSV:

Héraðssamband Vestfirðinga

Suðurgötu 12

400 Ísafjörður

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. október.

 

Nánari upplýsingar veita:

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV

863-8886 / hsv@hsv.is

Ásgerður Þorleifsdóttir formaður HSV 697-7867 / asatorleifs@gmail.com

 

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Stjórn HSV áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánar

Afreksform HSV verður á sínum stað þennan veturinn. Í haust verða styrktaræfingar í umsjón sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfunar Vestfjarða en staðsetningin er ný, nú verða þær í íhúsnæði CrossFit Ísafjarðar. Á haustönn verður einnig í boði fræðsla um næringarfræði og andlega þjálfun. 

Markmið Afreksforms HSV er að auka gæði þjálfunar hjá þessum aldurshóp og minnka
brottfall unglinga úr hreyfingu með markvissari og fjölbreyttari þjálfun. Með þátttöku ungra
iðkenda ólíkra íþróttagreina styrkjum við félagslega þáttinn í íþróttiðkun hjá fámennum
félögum í litlu samfélagi.

Skráning fer fram á heimasíðu HSV undir skráning iðkenda. Sama kerfi og notað er fyrir íþróttaskólann. Verð fyrir styrktaræfingar og fræðslu er kr. 8.000 önnin.

Afreksformið er öllum opið, ekki er sklyrði að vera skráður þátttakandi í starfi íþróttafélaganna. Allir eru velkomnir á styrktaræfingar og í fræðsluna. Til kynningar eru fyrstu tvær vikurnar fríar og opnar öllum.

Tímasetning styrktaræfinga:

Yngri hópur (árgangar 2007 og 2006)

 • miðvikudaga kl. 15:45 - 16:45

Eldri hópur (árgangar 2005 og 2004)

 • mánudaga 14:45 – 15.45
 • miðvikudaga 14.45 - 15.45

Frekari upplýsingar má sjá í mynd hér í viðhengi.

Nánar

Föstudaginn 13. september verður bogfimideild Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar með kynningu á bogfimi í aðstoðu sinni á Torfnesi (undir stúkunni). Kynningin verður frá kl. 17.00 til 21.00. Allir sem hafa áhuga á að kynna sér íþróttina eða vilja koma sér af stað eru velkmonir. Kelea Quinn bogfimiþjálfari verður á staðnum til leiðbeiningar ásamt bogfimifólki af svæðinu.

Nánar

Ívar íþróttafélag fatlaðra heldur Íslandsmótið í Boccia á Ísafirði dagana 4.-7.október 2019. Von er á fjölda fólks þessa helgi, rúmlega 280 keppendum, þjálfurum, farastjórum, aðstoðarfólki og aðstandendum.

Framkvæmdarstjórn mótsins óskar eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni í tengslum við mótið svo sem:

 • Setja upp velli
 • Dómgæslu á laugardegi 5. okt og sunnudegi 6. okt
 • Dómaranámskeið í boccia verður haldið laugardaginn 14. september frá kl.
 • 13-17 í íþróttahúsinu á Torfnesi.
 • Sjoppu
 • Hádegismatinn (Mötuneyti MÍ)
 • Þjóna á lokahófið (Sunnudagskvöld íþr.húsið Árbær Bolungarvík )

 

Nánari upplýsingar veita:

 • Harpa Björnsdóttir, harpa.bjornsdottir@rsk.is
 • Jóna Björg Guðmundsdóttir, jonabg@snerpa.is
 • Viktoría Guðbjartsdóttir, viktoriakrg@gmail.com
 • Jónas L. Sigursteinsson, jonnil@simnet.is
 • Jenný Hólmsteinsdóttirjenny@jv.is
 • Hafsteinn Vilhjálmsson gsm 8976744

 

HSV hvetur sambandsaðila sína til að taka þátt, það munar um hvern og einn.

Nánar