Á fimmtudag eru þrír viðburðir í Hreyfivikunni:

 

Kl. 10.00          Útijóga í Naustahvilft.

Gönguferð upp í Naustahvilft þar sem Gunnhildur Gestsdóttir hjá Jóga-Ísafjörður býður bæjarbúum í jóga. Þátttakendum er bent á að taka með sér dýnu eða teppi og klæða sig eftir veðri.

Kl. 17.00          Hjólaviðburður og þrautabraut í boði Vestra á Silfurtorgi.

Vestri hjólreiðar blæs til hjólaþrautabrautar á Silfurtorgi fyrir alla fjölskylduna. Settar verða upp ýmsar þrautir og félagsmenn gefa tækni leiðbeiningar. Við kynnum æfingar sumarsins fyrir börn, unglinga og fullorðna

Kl. 17.30          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu.

Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi.

Nánar

Miðvikudaginn 29. maí er skemmtilegur nýr viðburður á dagskrá Hreyfiviku. Krtsjana Milla Snorradóttir kynnir náttúrhlaup sem er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Erlendis nýtur náttúruhlaup (e. trail running) sífellt aukinna vinsælda. Allir velkomnir bæði þeir sem hafa reynslu af hlaupum sem og byrjendur. í náttúruhlaupi er hraðinn ekki aðalmálið, hver gerir sem hann getur um leið og hann nýtur fallegrar náttúru Skutulsfjarðar

Mæting við gatnamótin hjá Tungudalsá (Brúó) kl. 17.30. 

Nánar

Knattspyrnufélagið Hörður á 100 ára afmæli. Stofnfundur félagsins var haldinn 27. maí 1919 í Sundstræti 41. Stofnendur voru tólf ungir Ísfirðingar: Karl, Þorsteinn og Guðbrandur Kristinssynir, Kristján og Jón Albertssynir, Hjörtur og Garðar Ólafssynir, Þórhallur Leósson, Dagbjartur Sigurðsson, Ólafur Ásgeirsson, Helgi Guðmundsson og Axel Gíslason. Þeir höfðu allir áður starfað í Fótboltafélagi Ísafjarðar, sem stofnað var 1914 og starfaði í tíu ár. Fyrsti formaður Harðar var Þórhallur Leósson og Dagbjartur Sigurðrsson og Helgi Guðmundsson skipuðu með honum fyrstu stjórnina. Knattspyrnufélagið Hörður tók strax forystu í knattspyrnumálum kaupstaðarins og átti fyrir höndum langa og gifturíka daga. Saga félagsins nær allt til þessa dags.

Í dag eru þrjár deildir starfandi hjá félaginu, glímudeild og knattspyrnudeild. Formaður félagsins í dag er Salmar Már Salmarsson.

HSV óskar Harðvrrjum öllum til hamingju með afmælið.

 

Hér má lesa meira um sögu Harðar í grein Sigurðar Péturssonar í BB.

Nánar

Tveir liðir eru á dagskrá Hreyfiviku þriðjudaginn 28. maí:

Kl. 17.30          Prufutími hjá hlaupahópnum Riddarar Rósu.

Æfingar henta jafnt byrjendum sem lengra komnum. Mæting við íþróttahúsið á Torfnesi

Kl. 20.00          Létt fjallahjólaferð með Gullrillunum, mæting við Íþróttahúsið Torfnesi.

Hjólað verður upp Skíðaveginn upp að Skíðheimum og svo fjallabaksleiðina til baka með ýmsum krókum og klækjum. Gullrillur sjá um leiðsögn, leiðarval og tæknileiðbeiningar. Hvetjum alla til að mæta. Ferðin ætti að henta öllum, bæði byrjendum í fjallahjólreiðum sem lengra komnum. Fjallahjól með framdempun henta vel í ferðina og svo allir með hjálm á höfðinu svo toppstykkið verði í lagi. Þetta gæti verið byrjunin að frábæru fjallahjólasumri.

Samskonar ferð var farin í Hreyfiviku í fyrra við mikla ánægju þátttakenda. Hér gefst gott tækifæri til að prófa skemmtilega íþrótt í góðum og vönum hópi.

Nánar
Frá sjósundi í Hreyfiviku fyrri ára.
Frá sjósundi í Hreyfiviku fyrri ára.

Fyrsti viðburður Hreyfiviku HSV og Ísafjarðarbæjar er sjósund. Farið verður í sjóinn við aðstöðu Sæfara niður í Neðsta. Tilvalið að prófa þessa vinsælu sundgrein með vönum hópi. 

Sjósund nýtur vaxandi vínsælda og er ágætisaðstaða niður í Neðsta.

Sjósund er spennandi og ögrandi íþrótt með mikilli áskorun. Margir þeir sem prufa og stunda sjósund eru að sækja í áskorun sem þessa. Nú gefst tækifæri til að láta vaða...

Jóna Lind Kristjánsdóttir sjósundkona leiðir hópinn.

Nánar