Í dag var skrifað undir uppbyggingasamning fyrir árið 2018 milli íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri og Ísafjarðarbæjar. Það voru þau Svava Valgeirsdóttir formaður Stefnis og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri sem tóku sér penna í hönd. Samningurin felur í sér að Stefnir mun koma upp útihreystisvæði við nýjan göngustíg sem Ísafjarðarbær lét gera í sumar. Óskum við Súgfirðingum til hamingju með útihreystisvæðið og vonum að fleiri slík svæði verði sett upp í öðrum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar.
NánarÞriðjudaginn 30. október fer fram endurskoðun á gildandi stefnu Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál. Fundurinn verður á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði hefst kl. 17:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 19:00.
Gert er ráð fyrir hópavinnu með hópstjórum sem stýra munu vinnu hópanna.
Fundurinn er öllum opinn en sérstaklega eru boðaðir einstaklingar, stofnanir og félagasamtök sem eiga hagsmuna að gæta eða búa yfir þekkingu á íþrótta- og tómstundamálum. Mikilvægt er að ná til sem flestra íbúa í þessari vinnu svo stefnan endurspegli þær skoðanir sem eru í sveitarfélaginu.
HSV hvetur forsvarsmenn aðildarfélaga sinna og aðra áhugamenn um íþróttastarf í bænum að mæta á fundinn.
NánarSambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Ísafirði laugardaginn 20. október. Fulltrúar héraðssambanda allsstaðar af landinu mættu til fundarins. Ingi Björn Guðnason bauð fundargesti velkomna til Ísafjarðar fyrir hönd stjórnar HSV. Síðan tók við hefðbundin fundardagskrá og nefndarstörf.
NánarÍ dag var skrifað undir samkomulag um að Ísafjarðarbær verði heilsueflandi samfélag. Undirritunin fór fram út í Krók og var nýji göngustígurinn frá Króknum niður í Norðurtanga formlega vígður á sama tíma. Það voru félagar úr íþróttafélaginu Kubba ásamt börnum af Tanga sem klipptu á borða og gengu saman eftir stígnum.
NánarÍbúafundir vegna endurskoðunar íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar verða haldnir á þremur stöðum klukkan 17 á morgun, þriðjudaginn 16. október. Fundirnir verða í Grunnskólanum á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Þingeyri. Gera má ráð fyrir að fundirnir standi í um tvær klukkustundir og eru áhugasamir á öllum aldri boðnir hjartanlega velkomnir til skrafs og ráðagerða.
Sambærilegur fundur verður síðan haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þriðjudaginn 30. október klukkan 17.
núverandi stefnu má nálgast hér:
https://www.isafjordur.is/static/files/UtgefidEfni/Stefnur/ithrotta-_og_tomstundastefna.pdf
HSV hvetur fólk til að mæta og taka þátt í mótun stefnunnar.
Nánar