Nú er komið að því að auglýsa eftir umsóknum um styrki í afrekssjóð HSV. Í annað sinn verður unnið eftir nýrri reglugerð sjóðsins. https://hsv.is/um_hsv/afreksmannasjodur/

 Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2018.

Tvær leiðir eru færar til að sækja styrk í sjóðinn:

 Annarsvegar verður hægt að sækja um að gera samning við sjóðinn til 1-3 ára samkvæmt 8. grein reglugerðar sjóðsins:

 8 gr.

Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera 1-3 ára samning. 

8.1 gr.

Samningsferli

Sæki afreksmaður  um að koma í samningsferli með afreksmannasjóði, skal hann leggja fram heildstæða og rökstudda áætlun til 1-3 ára um markmið og æfingaáætlun. Stjórn sjóðsins og umsækjandi ljúka samningsgerð. Samningarnir eru endurskoðaðir á hverju ári og eru uppsegjanlegir ef vanefndir verða á þeim.

8.2 gr.

Samningsgerð

Gera skal samning við íþróttamanninn, aðildarfélag hans, þjálfara og eftir atvikum aðstandendur.

8.3 gr.

Í samningi skal eftirfarandi koma fram:

 • Bakgrunnsupplýsingar samningsaðila
 • Markmið íþróttamanns
  • Skammtíma markmið
  • Langtímamarkmið
 • Æfingaáætlun
 • Yfirlit yfir stuðning afreksmannasjóðs
 • Greiðsluáætlun
 • Vörður og yfirlit yfir árangursfundi með stjórn afreksmannasjóðs

Hverri umsókn skal fylgja samþykki/undirskrift formanns félags eða deildar viðkomandi íþróttamanns. Þannig viljum við tryggja að umsóknir verði með vitund og vilja félaga/deilda. 

 

 

Hinsvegar verður hægt að sækja um samkvæmt grein 9 í reglugerð sjóðsins sem er fyrirkomulagið sem verið hefur síðustu ár. Þá þarf að nota umsóknarferlið inn á heimasíðu hsv og sækja félög um fyrir sína iðkendur í gegnum aðgang sinn. Nánari upplýsingar ásamt notendanafni félags og aðgansorði verður sent til formanna þeirra félaga sem sótt hafa um styrk áður í sérstökum pósti. Önnur félög hafi samband við hsv ef sækja á um styrk eftir þessari leið.

 1. gr.

Heimilt er að úthluta úr Afreksjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.

Íþróttamaður sem er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni fellur þar undir.

 

Vakni einhverjar spurningar um þetta umsóknarferli endilega hafið samband hsv@hsv.is.

Nánar
Elmar Atli Garðarsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
Elmar Atli Garðarsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
1 af 2

Elmar Atli Garðarson knattspyrnumaður í Vestra var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.

Elmar Atli hefur æft og spilað knattspyrnu á Ísafirði frá því í yngri flokkum. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Vestra í sumar og spilaði 20 leiki með liðinu í 2. deild þar sem liðið endaði í 3.sæti eftir harða keppni um sæti í Inkasso-deildinni. Elmar Atli spilaði þá þrjá bikarleiki sem Vestri lék á árinu. Dugnaður og eljusemi Elmars smitar út frá sér til liðsfélaga hans. Hann tekur íþrótt sína og hlutverk sitt innan liðsins alvarlega og hefur verið fyrirliði undanfarin tímabil. Hann leggur sig alltaf 100% fram og er frábær liðsmaður innan sem utan vallar.  Þá er hann góð fyrirmynd ungra leikmanna og er iðinn við að miðla reynslu sinni til þeirra.  Elmar Atli var á haustmánuðum kallaður til reynslu hjá sænska liðinu Helsingsborg þar sem hann æfði í viku.

Elmar Atli er heilbrigður og metnaðarfullur íþróttamaður, sem stundar íþrótt sína af miklu kappi. Hann er góð fyrirmynd yngri iðkenda og annarra félagsmanna.

 

Nánar
Kristján Sigurðsson bogfimiþjálfari og Valur Richter frá Skotíþróttafálagi Ísafjarðarbæjar.
Kristján Sigurðsson bogfimiþjálfari og Valur Richter frá Skotíþróttafálagi Ísafjarðarbæjar.

Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar fær hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar árið 2018. Félagið á sér langa sögu og hefur alla tíð haft öflugan kjarna sem hefur æft og keppt af metnaði. Eftir að ný inni aðstaða opnaði hefur starfið eflst til muna og eru nú haldin mót hér heima bæði í skotfimi og bogfimi.

Félagið hefur á síðustu þremur árum byggt upp öflugt starf í bogfimideild sinni. Þar eru nú nokkrir einstaklingar sem stunda reglulega æfingar og keppni með góðum árangri.

Það er mikilvægt að hafa fjölbreytt tækifæri í íþrótta- og tómstundaiðkun. Aukin fjölbreytni gefur fleiri einstaklingum kost á að stunda íþróttir og æfa í góðum félagsskap. Starf Skotíþróttafélagsins hefur komið með slíka fjölbreytni inn í íþróttalífið í Ísafjarðarbæ. Með bogfimideildinni er nú kominn vísir að barna- og unglingstarfi sem sýnir sig í því að nú hefur félagið í fyrsta sinn tilnefnt iðkanda í flokk efnilegustu íþróttamanna Ísafjarðarbæjar. Með þessum hvatningarverðlaunum vonar Ísafjarðarbær að félagið fái byr í seglin í áframhaldandi uppbyggingu og að barna og unglingastarf verði öflugur hluti í þeirra starfi.

Nánar

Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Af því tilefni hafa fyrirtækin gefið kr. 1.500.000 til HSV fyrir árið 2019 sem renna skal til aðildarfélaga sambandsins.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Samskonar styrkur kom frá fyrirtækinu fyrir árið 2018. Eftirtalin félög og verkefni á þeirra vegum hlutu þá styrk:

Golfklúbbur Ísafjarðar: Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara. 

Hestamannafélagið Hending: Undirbúa og útbúa fræðsluefni til að taka á móti börnum úr íþróttaskóla HSV í nýja reiðhöll í Engidal haustið 2018.

Hestamannafélagið Stormur: Uppbygging barna- og unglingastarfs með reiðnámskeiðum

Hörður handknattleiksdeild: Til eflingar Vestfjarðamóts í handbolta sem er lokamótið í Íslandsmóti 6. flokks drengja.

Íþróttafélagið Ívar: Styrkja unglingastarf félagsins og bjóða upp á meiri fjölbreytni í íþróttagreinum.

Skíðafélag Ísfirðinga: æfingabúðir og þjálfaranámskeið fyrir bretti, göngu og alpagreinar.

Sæfari: Styrkja grunnstarf Sæfara, siglinganámskeið fyrir ungmenni 9-14 ára.

Vestri knattspyrnudeild: Þrjú verkefni; afreksþjálfun, endurgerð og þýðing á uppeldisstefnu og átak í kvennaknattspyrnu.

Vestri körfuknattleiksdeild: Þrjú fræðsluverkefni; þjálfaranámskeið, dómaranámskeið og tölfræðiskráningarnámskeið.

 

HSV þakkar 3X fyrir stuðninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við fyrirtækið

Nánar
Hugi Hallgrímsson efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
Hugi Hallgrímsson efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018
1 af 3

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksmaður hjá Vestra hefur verið útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2018.

Hugi er ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður sem er í fremstu röð í sínum aldurshópi á landsvísu. Hann spilar hvorttveggja með drengjaflokki og meistaraflokki karla auk þess að hafa verið fastamaður í yngri landsliðum á vegum KKÍ. Þrátt fyrir ungan aldur er Hugi lykilleikmaður í meistaraflokki karla sem háir baráttu meðal efstu liða í 1. deild. Hann æfir vel og samviskusamlega, með félagsliði sínu félagsliði auk þess sem hann stundar nám á afreksbraut MÍ. Með metnaði sínum og dugnaði er hann öðrum fyrirmynd.

Aðrir sem tilnefndir voru til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Gautur Óli Gíslason handknattleiksdeild Harðar

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksdeild Vestra

Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Jón Gunnar Shiransson Golfklúbbi Ísafjarðar

Kári Eydal blakdeild Vestra

Lilja Dís Kristjánsdóttir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Ómar Karvel Guðmundsson Ívari

Þórður Gunnar Hafþórsson knattslpyrnudeild Vestra

Nánar