Frá hófi síðasta árs, tilnefndir efnilegastir  árið 2017
Frá hófi síðasta árs, tilnefndir efnilegastir árið 2017

Sunnudaginn 30. desember verður iþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 útnefndur. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn 30.12. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru átta ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.

Íþróttamaður Ísafjarðar árið 2017 var útnefndur Albert Jónsson skíðamaður og efnilegasti íþróttamaðurinn 2017 var útnefndur Þórður Gunnar Hafþórsson knattspyrnumaður.

 

Þeir sem tilnefndir eru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar eru:

Albert Jónsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Anton Helgi Guðjónsson Golfklúbbi Ísafjarðar

Einar Óli Guðmundsson knattspyrnudeild Harðar

Elmar Atli Garðarson knattspyrnudeild Vestra

Jens Ingvar Gíslason handboltadeild Harðar

Kristín Þorsteinsdóttir Ívari

Kristján Guðni Sigurðsson Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar

Mateusz Lukasz Klóska blakdeild Vestra

Nemanja Knezevic körfuknattleikdsdeild Vestra

Ólöf Einarsdóttir Hendingu

 

Tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar:

Gautur Óli Gíslason handknattleiksdeild Harðar

Hugi Hallgrímsson körfuknattleiksdeild Vestra

Jakob Daníelsson Skíðafélagi Ísfirðinga

Jón Gunnar Shiransson Golfklúbbi Ísafjarðar

Kári Eydal blakdeild Vestra

Lilja Dís Kristjánsdóttir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Ómar Karvel Guðmundsson Ívari

Þórður Gunnar Hafþórsson knattslpyrnudeild Vestra

Nánar
1 af 2

Nú er að komast mynd á reiðhöllina sem félagsmenn hestamannafélagsins Hendingar eru að reisa inn í Engidal. Eftir aðstöðuleysi um árabil náðust loks samningar á milli Ísafjarðarbæjar og félagsins um bætur, en aðstaða félagsins var lögð af við gerð Bolungarvíkurganganna. Vinnan er að milu leiti unnin í sjálfboðavinnu af félagsmönnum og vonast þeir til að ná að loka húsinu fyrir veturinn.

Nánar

Í dag var skrifað undir uppbyggingasamning fyrir árið 2018 milli íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri og Ísafjarðarbæjar. Það voru þau Svava Valgeirsdóttir formaður Stefnis og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri sem tóku sér penna í hönd. Samningurin felur í sér að Stefnir mun koma upp útihreystisvæði við nýjan göngustíg sem Ísafjarðarbær lét gera í sumar. Óskum við Súgfirðingum til hamingju með útihreystisvæðið og vonum að fleiri slík svæði verði sett upp í öðrum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar.

Nánar

Þriðjudaginn 30. október fer fram endurskoðun á gildandi stefnu Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál. Fundurinn verður á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði hefst kl. 17:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 19:00.

 Gert er ráð fyrir hópavinnu með hópstjórum sem stýra munu vinnu hópanna.

Fundurinn er öllum opinn en sérstaklega eru boðaðir einstaklingar, stofnanir og félagasamtök sem eiga hagsmuna að gæta eða búa yfir þekkingu á íþrótta- og tómstundamálum. Mikilvægt er að ná til sem flestra íbúa í þessari vinnu svo stefnan endurspegli þær skoðanir sem eru í sveitarfélaginu.

 HSV hvetur forsvarsmenn aðildarfélaga sinna og aðra áhugamenn um íþróttastarf í bænum að mæta á fundinn.

Nánar

Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn á Ísafirði laugardaginn 20. október. Fulltrúar héraðssambanda allsstaðar af landinu mættu til fundarins. Ingi Björn Guðnason bauð fundargesti velkomna til Ísafjarðar fyrir hönd stjórnar HSV. Síðan tók við hefðbundin fundardagskrá og nefndarstörf.

Nánar