Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.


Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar:


„...að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur."


Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er eftirfarandi beint til til íþróttahreyfingarinnar:


„...er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi."


Jafnframt hvetja ráðuneytin skipuleggjendur íþróttastarfs til að halda uppi félagsstarfi með því að nýta sér tæknina til að halda utan um sína hópa og vera í sambandi við iðkendur og hvetja þá til virkni og hreyfingar eftir því sem við á.
Eftirfarandi árétting barst frá sóttvarnalækni í dag í tilefni útgáfu leiðbeinandi viðmiða frá heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti:


„Sóttvarnalæknir vill árétta að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið. Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir.
Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa.
Sóttvarnalæknir vill beina því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“

 

HSV og aðildarfélög þess munu virða þessi tilmæli og verður allt íþróttastarf á vegum HSV fellt niður á meðan samkomubann er í gildi.

Nánar

Íþróttahús Ísafjarðarbæjar verða lokuð almenningi frá og með deginum í dag, 19. mars, og fram yfir helgi. Á mánudaginn verður staðan hvað varðar íþróttaæfingar og aðra starfsemi í húsunum endurmetin.

 

Öllum æfingum HSV er aflýst fram yfir helgi hið minnsta.

 

Nánar má lesa um málið á heimsíðu Ísafjarðarbæ. https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/frettir-og-utgafa/frettasafn/covid-19-ithrottahusum-lokad-fram-yfir-helgi

Nánar

Hlé verður gert á öllum æfingum leik-og grunnskólabarna til 23.mars nk.  Þetta gildir fyrir öll félög innan HSV. 

Þetta er gert eftir tilmæli frá ÍSÍ og UMFÍ

 

Í tilkynningu frá ÍSÍ segir:

“Í samskiptum ÍSÍ við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikill anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð fyrir því að röskun verði á íþróttastarfi næstu daga þangað til íþróttafélög, skólasamfélagið og sveitarfélög hafa komið sér niður á lausnir til að halda úti starfi með þeim takmörkunum sem munu gilda næstu fjórar vikurnar. Í samskiptum við ofangreinda aðila hefur komið fram að til að unnt sé að undirbúa þetta verkefni og útfæra þær takmarkanir sem nú eru í gildi með fullnægjandi hætti væri heppilegt að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf fyrir þennan aldurshóp fari af stað fyrr en mánudaginn 23. mars nk. ÍSÍ mælist til að farið verði eftir þessum tilmælum.”

Nánar

Í ljósi tilkynningar yfirvalda um samkomubann hefur HSV ákveðið að fella niður allar æfingar hjá sínum aðildarfélögum mánudaginn 16.mars.

Aðildarfélög HSV munu fara yfir möguleika að halda æfingum áfram með breyttu sniði sem tekur mið af reglum um samkomubann. 

Frekari upplýsingar um framhaldið munu berast á næstu dögum.

Nánar

Í síðustu viku lauk heimsmeistarmóti unglinga í skíðagöngu sem fram fór í Oberwiesenthal í Þýskalandi.

Fjórir keppendur frá SFÍ tóku þátt á mótinu og stóðu sig með prýði.

 

Mánudagur 2.mars - 5/10 km hefðbundin aðferð - HM unglinga
80.sæti - Anna María Daníelsdóttir 17:36.0

84.sæti - Jakob Daníelsson 32:11.5

Þriðjudagur 3.mars - 10/15 km hefðbundin aðferð - U23

60.sæti - Albert Jónsson 42:23.8
61.sæti - Dagur Benediktsson 42:29.5

Miðvikudagur 4.mars - 15/30 km frjáls aðferð, hópræsing - HM unglinga
76.sæti - Anna María Daníelsdóttir 44:07.0

66.sæti - Jakob Daníelsson 1:31:59.1

Fimmtudagur 5.mars

37.sæti - Albert Jonsson 1:22:30.2

49.sæti - Dagur Benediktsson 1:24:49.6

 

HSV ósakr öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

Nánar