Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. og 3X Technology ehf.  stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Af því tilefni hafa fyrirtækin gefið kr. 1.500.000 til HSV fyrir árið 2021 sem renna skal til aðildarfélaga sambandsins.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV, bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né æfinga og keppnisferða.

Eftirtalin félög og verkefni á þeirra vegum hlutu styrk að þessu sinni:

Vestri knattspyrnudeild – yngri flokkar: Sumarskóli, Dómaranámskeið og búnaður sem er liður í uppbyggingu faglegs starfs.

Vestri körfuknattleiksdeild – yngri flokkar: Búnaður sem er liður í uppbyggingu faglegs starfs.

Vestri hjólreiðar: Helgarnámskeið fyrir börn og unglinga.

 

HSV þakkar 3X fyrir stuðninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við fyrirtækið

Nánar

Íþróttaskóli HSV á Þingeyri hefst mánudaginn 11. október nk.
Skráning er í fullum gangi og fer hún fram hér(Nóri) https://hsv.felog.is/ eða á póstfanginu ithrottaskoli@hsv.is
Íþróttaskólinn á Þingeyri er fyrir öll börn í 1.-7. bekk.
Þjálfari verður Leyre Maza Alberti.

Nánar

Mánudaginn 11. október byrjum við

Við höfum gert breytingar frá fyrri árum, í þetta sinn verður hópnum kynjaskipt.

Drengir í 7.-10. bekk æfa á mánudögum frá 15-16.

Stúlkur í 7.-10. bekk æfa á fimmtudögum frá 15-16

Skráning inn á www.hsv.is og þar er valið; skráning iðkenda

Endilega hafið samband við mig í síma 865-7161 eða sendið mér tölvupóst á hsv@hsv.is fyrir frekar upplýsingar eða aðstoð við skráningu. 

Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í Styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ og Súðavík til hagsbóta.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september

Í umsókn þarf að koma fram helstu upplýsingar um þjálfarann og/eða verkefnið sem sótt er um styrk fyrir. Umsóknum skal skilað á netfangið hsv@hsv.is eða til HSV, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður

Reglugerð sjóðsins má finna á heimasíðu HSV; https://hsv.is/um_hsv/styrktarsjodur_thjalfara_hsv/

Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HSV, hsv@hsv.is eða í síma 865-7161

Nánar

Stjórn HSV óskar eftir umsóknum frá aðildarfélögum sínum um styrk úr þessum sjóði samkvæmt þeim markmiðum sem fyrirtækið setur fram.

 

Fyrir hönd starfsmanna sinna vill 3X Technology stuðla að bættum gæðum og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Forsvarsmenn fyrirtækisins trúa á gildi íþróttaiðkunar til forvarna, 3x veitir styrk að upphæð kr. 1.500.000 fyrir árið 2021 og er styrkurinn hugsaður til eflingar íþróttaiðkunar.

Megin markmiðið með styrknum er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er stunda íþrótt sína hjá aðildarfélögum HSV. Horft er til allra aðildarfélaga HSV, bæði stúlkna og drengja. Stuðningurinn er einungis ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar né æfinga og keppnisferða.

 

Ekki er að þessu sinni stuðst við sérstakar úthlutunarreglur eða leiðbeiningar heldur geta forsvarsmenn aðildarfélaga sent inn beiðnir eða umsóknir er samræmast megin tilgangi verkefnisins. Stjórn HSV mun fara yfir umsóknir ákveða úthlutun. Vonast stjórn HSV til að fá fram fjölbreyttar hugmyndir að eflingu starfs hjá aðildarfélögum sambandsins.

 

Forsvarsmenn aðildarfélaga HSV er bent á að senda styrkumsóknir til framkvæmdastjóra HSV fyrir 30. september 2021 en styrkveitingar verða afgreiddar fljótlega eftir það.

Nánar