Glaðir Skíðafélagspúkar
Glaðir Skíðafélagspúkar
1 af 2

Nú á helginni fara fram Andrésar Andarleikarnir á Akureyri. Frá Skíðafélagi Ísfirðinga eru rúmlega 70 keppendur og taka þau þátt í keppni á gönguskíðum, bretti og í alpagreinum. Leikarnir voru settir á miðvikudag, og keppt er á fimmtudag, föstudag og laugardag. Mikill fjöldi aðstandenda fyrlgir keppendum og myndast skemmtileg stemmning bæði á gististað og upp í fjalli. Foreldrar buðu upp á grillpartý bæði á alpagreinasvæði og göngusvæði í sól og 12 gráðu hita á fyrsta sumardegi. Leikunum er slitið á laugardag og fara þá keppendur til síns heima reynslunni ríkari.

Nánar

Drengjaflokkur Vestra í körfubolta tók um páskana þátt í sterku móti í Svíþjóð, Scania Cup. Liðið lék mjög vel á mótinu og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik síns aldursflokks. Á annan í páskum var úrslitaleikurinn spilaður gegn norksa liðinu Ulriken Eagles og sigraði Vestri með tveggja stiga mun. Í lok móts var Hugi Hallgrímsson valinn maður mótsins. Þjálfari liðsins er Nebosja Knezevic.

 

 

Nánar

Í desember samþykkti stjórn HSV að óska eftir því við Ísafjarðarbæ að komið yrði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14-21 árs með sumarvinnu.

Ungt afreksfólk í íþróttum sem valið hefur verið til að keppa fyrir landslið Íslands í sinni íþróttagrein er gjarnan upptekið stóran part sumars í æfinga og keppnisferðum. Sú fjarvera frá heimabyggð veldur þeim erfiðleikum við að stunda vinnu vegna fjarvista og einnig er erfitt að fá vinnu þegar fyrirséð er að viðkomandi þurfi mikið frí til að sinna ástundun og æfinga- og keppnisferðum.

Óskaði stjórn HSV því eftir að Ísafjarðarbær kæmi til móts við þessi ungmenni með eftirfarandi hætti:

  • Þau verði ráðin til sumarvinnu hjá Ísafjarðarbæ sem hentar þeirra aldri og reynslu og sinni þeirri vinnu þegar þau geta vegna æfinga og keppni.
  • Þegar þau fara í æfinga- eða keppnisferðir vegna sinnar íþróttaiðkunar haldi þau sínum launum þrátt fyrir fjarveru

 

Skilyrði til þátttöku í verkefninu:

  • Að vera á aldrinum 14-25 ára.
  • Að vera valin í landslið, unglingalandslið eða B landslið á vegum viðkomandi sérsambanda.
  • Að þjálfari þeirra votti að þau stunda sína íþrótt af fagmennsku og metnaði.

Hugmyndin er því að Ísafjarðarbær ráði þessa iðkendur í vinnu og þau haldi launum sínum þegar þau þurfa frí til að æfa og keppa fyrir Íslands hönd. Miðað er við að þau séu í þannig störfum hjá sveitarfélaginu að auðvelt sé fyrir þau að komast frá.

 

Bæjarstjórn hefur nú samþykkt þessa beiðni. Vonandi verður þetta til að auðvelda okkar unga afreksfólki að afla sér tekna yfir sumarið án þess að það bitni á þeirra íþróttaferli.

 

Nánar
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttafélaginu Ívar
Kristín Þorsteinsdóttir íþróttafélaginu Ívar
1 af 2

Sundkonana Kristín Þorsteinsdóttir tók á helginni þátt í opna Evrópska sundmótinu fyrir einstaklinga með Downs heilkennið (European Downs Syndrome Open Svimming Competition 2019). Kristín sem æfir hjá íþróttafélaginu Ívari var skráð til keppni í sjö greinum. Árangurinn var glæsilegur en hún sigraði í sex greinum og varð einu sinni í öðru sæti.

Fyrri keppnisdagur:

50m bak - 46,95 – Silfur. Bæting - Nýtt Íslandsmet. 
25m bak - 22,49 – Gull. Evrópumeistari DSSF. 
50m skrið - 37,45 – Gull. Evrópumeistari DSSF. 
25m flug - 20,13 – Gull. Evrópumeistari DSSF - Evrópumet í Master1 flokki - Heimsmet í Master 1 flokki.

Síðari keppnisdagur:

50m flug – 42,75. Gull - Evrópumeistari DSSF. 
25m skrið – 18,47. Gull - Evrópumeistari DSSF. Evrópumet í Masters 1 flokki (25-34 ára). 
100m skrið – 1.28,11. Gull - Evrópumeistari DSSF.

Það eru því sex gull og eitt silfur í farangrinum heim. HSV óskar Kristínu og Svölu Sif Sigurgeirsdóttur þjálfara hennar til hamingju!

Nánar
1 af 3

Meistaraflokkur og 2. flokkur Vestra í knattspyrnu er nú í æfingaferð í Montecastio á Spáni. Ferðin hófst síðasta fimmtudag og líkur næsta fimmtudag. Æft er einu sinni til tvisvar á dag við bestu mögulegu aðstæður. Á undirbúningstímabilinu hefur liðið æft í tvennu lagi annarsvegar á gervigrasi í Garðabæ og hinsvegar á parketi í Bolungarvík. Það er því liðinu mikilvægt að ná að æfa saman og spila bolta á góðum völlum. Á þriðjudag spilaði Vestri við lið Gróttu sem einnig er hér í æfingaferð og lauk leiknum með sigri Vestra 2-1. Mörkin skoruðu Þórður Hafþórsson og Zoran Plazonic, Pétur Bjarnason átti báðar stoðsendingarnar. Grótta leikur í fyrstu deild á komandi tímabilien Vestri í annari deild. Fyrsti leikur Vestra í Íslandsmóti er 4. maí

Nánar