Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna inn á vef verkefnisins hjoladivinnuna.is. Hjólað í vinnuna rúllar af stað miðvikudaginn 5.maí og stendur yfir í þrjár vikur eða til þriðjudagsins 25. maí. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Ýmsar upplýsingar og eyðublöð eru að finna inn á hjoladivinnuna.is t.d. forskráningarblað sem tilvalið er að hengja upp á kaffistofunni, eyðublað um almenna skráningu, hvaða starfsmannafjölda á að skrá, ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að skrá vinnustaðinn til leiks og bæta við nýju liði.

Nánar
 

Útivist og heilsuefling!

Kynning í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 15. apríl 2010

Sýningaraðilar:   Ferðafélag Íslands/Ferðafélag Ísfirðinga

                          Heilsuefling í Ísafjarðarbæ

                          Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Almenningsíþróttasvið

                          Lýðheilsustöð, hreyfing, holt fæði, geðhjálp o.fl

                          Ungmennafélag Íslands, Ganga.is, Fjölskyldan á fjallið                  

Miðvikudagskvöld:  Uppsetning kynningarbása.

D A G S K R Á

Fimmtudag:

Kl. 08:00          Nemendur geta gengið á milli sýningarbása, skoðað og kynnt sér málin.

Kl. 10:30          Í fundartíma á sal.  Fulltrúar sýningaraðila flytja stutt erindi og kynna sín samtök.

Nemendur og starfsfólk skólans getur fræðst um málefni félagasamtakanna í frímínútum og hádegishléi og rætt við fulltrúa þeirra.  Boðið verður upp á ýmsa hreyfingu á staðnum svo sem:  Stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.

Kl. 12:00 - 13:00  Hægt verður að kaupa sér sérstakt heilsufæði á góðu verði í mötuneyti skólans.

Kl. 17:00          Opið hús fyrir íbúa á Norðanverðum Vestfjörðum sem áhuga hafa á að kynna sér starf og verkefni þeirra félagasamtaka sem að kynningunni standa.

Fulltrúar sýningaraðila flytja erindi og kynna samtök sín og það kynningarefni sem boðið er upp á í sýningarbásunum.  Gestir fá tækifæri til að hitta fulltrúa félagasamtakanna og fræðast nánar um starf þeirra.  Þá verður einnig boðið upp á stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.

Kl. 20:00          Aðalfundur Ferðafélags Ísafjarðar, fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands mæta á fundinn og kynna starf félagsins og annarra deilda þess á landsbyggðinni.

Nánar
 

Þátttaka er lífstíll

Ungt fólk á norðarverðum Vestfjörðum

Ætlað fyrir ungt fólk á menntaskólaaldri og 10.bekk

 

Málþing á vegum menntamálaráðuneytisins, Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.

Föstudaginn 19.Mars 2010 kl 13:15-16:30

Í fyrirlestrasal Menntaskólans á Ísafjarðar.

Skólinn opnar kl 12:55. Ekkert þátttökugjald er á málþingið.

Dagskrá:

Ávarp fundarstjóra: Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga

Erindi:

Hlutverk sveitarfélaga: 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir,

formaður íþrótta-og                                                       tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar

Að vera ungur á Vestfjörðum 2010:

Ungt fólk heldur erindi út frá sínu sjónarhorni

Hvernig virkjum við ungt fólk:

Þorsteinn Sigurðsson ungmennafulltrúi Rauða Krossins

Þátttaka afreksmanna

Martha Ernstdóttir

Hvað öðlumst við með þátttöku

Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð)

Veitingar í boði ráðstefnuhaldara og Ingó veðurguð flytur nokkur lög

Vinnuhópar og ungmennasmiðja.

  • 1. Þátttaka er lífsstíll
  • 2. Staða og framtíð æskulýðsstarfs (félags-og íþróttastarfs) á Vestfjörðum.
  • 3. Fjárframlög og aðstaða til æskulýðsstarfs á Vestfjörðum
  • 4. Ungmennasmiðja.

Niðurstöður vinnuhópa og ungmennasmiðju: Hópstjórar kynna niðurstöður.

Ráðstefnuslit:  Jón Páll Hreinsson

Ráðstefnustjóri:  Kristján Þór Kristjánsson

Nánar
KFÍ fær Ármann í heimsókn í kvöld í síðasta leik meistaraflokksins í vetur. Eins og flestir vita þá hefur KFÍ þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því verður mikið "húllumhæj" á leiknum auk þess sem formaður og framkvæmdarstjóri KKÍ afhenda liðinu deildarmeistarabikarinn í lok leiks.

Við hvetjum alla að koma og fagna með okkur þessu frábæra árangri og gera læti á Jakanum. 
Nánar

Sem kunnugt er er helmingur unglingalandsliðsins í skíðagöngu Ísfirðingar, þau Arnór Freyr Fjölnisson, Rannveig Jónsdóttir og Silja Rán Guðmundsdóttir. Unglingalið SKÍ í skíðagöngu er þessa dagana í  Noregi. Þar munu þau keppa á tveimur mótum. Fyrra mótið laugardaginn 13. mars er í Fåvang í Guðbrandsdalnum og er svokölluð skiptiganga. Í skiptigöngu er fyrsti hlutinn með hefðbundinni aðferð og síðan er um að gera að vera snöggur að skipta yfir á skautaskíði en seinni hlutinn er með frjálsri aðferð. Seinna móti er að sunnudeginum og keppa þau þá í HalvBirken sem er stytt útgáfa á hinni stóru keppni Birkebeinerrennet. HalvBirken er 28 km og er gengið með 3,5 kg bakpoka. Mark er síðan á Birkebeinerstadion sem var mótsvæðið á Lillehammer Ólympíuleikunum. Hægt er að fylgjast með þeirri göngu á birkebeiner.no. Fararstjóri í ferðinni er Jakob Einar Jakobsson. Fréttin er tekinn af heimasíðu SFÍ www.sfi.is

Nánar