Algengar spurningar

Getur iðkandi verið í öllum greinum skólans?  Já allir iðendur geta verið í sundi, boltaskóla, grunnþjálfun og á skíðum.

Þarf iðkandi að vera í öllum greinum skólans?  Nei iðkandi getur valið hvort hann verði í öllum eða einni grein þ.e. sundi, boltaskóla, grunnþjálfun eða skíðum.

Er æfingagjald dýrara ef fleiri greinar eru valdar?  Nei, það er eitt æfingagjald inn í íþróttaskólann hvort sem valdar eru ein eða fleiri greinar.  

Er iðkandi oft á dag í íþróttaskólanum?  Ef iðkandi er í fleiri en einni grein getur það komið upp að það séu fleiri en ein æfing sama daginn, t.d. sund og annaðhvort boltaskóli eða grunnþjálfun.

Er íþróttaskólinn samfelldur eftir að skóla lýkur til kl.16:30 og getur því komið í staðinn fyrir dægradvöl?  Nei,  í íþróttaskólanum er einungis hægt að mæta þegar æfingar hvers iðkanda eru. Ekki er um samfellda dagskrá frá því að grunnskóla lýkur og til kl 16:30.  Hægt er að sjá stundatöflu hér á heimasíðunni.

Eru æfingar einnig í gangi hjá aðildarfélögun á meðan íþróttaskólinn er starfandi?  Já, íþróttaskólinn er samstarfsverkefni HSV og aðildarfélaga og hægt er að sækja æfingar hjá einhverjum félögum til viðbótar við æfingar Íþróttaskólans.

Starfar íþróttaskólinn á sumrin?  Nei íþróttaskólinn fylgir skóladagatalinu, en í júní er íþróttaskólinn með leikjanámskeið fyrir börn sem voru að klára 1-4.bekk.

Er hægt að æfa íþróttir á sumrin?  Já einhver íþróttafélög halda úti æfingum á sumrin og geta foreldrar kynnt sér það hjá forsvarsmönnum félaga og á heimasíðum þeirra.

Getur iðkandi æft eina boltagrein allt árið? Nei, boltaskóla er skipt upp í tímabil og er getur iðkandi því fengið að æfa fjórar boltagreinar um veturinn eina og eina í senn.  Boltagreinarnar eru blak, handknattleikur, knattspyrna og körfukanttleikur.

Hvað er grunnþjálfun?  Í grunnþjálfun er farið í alla grunnþætti þjálfunar.  Áhersla er lögð á hreyfiþroska og hreyfigetu.  Reynt er að notast við fjölbreytta þjálfun t.d. leiki, þrautir, fimleika o.fl.  Unnið er með almenna hreyfingu, úthald, snerpu, stökk, hlaup, jafnvægi o.s.fr.  Einnig er grunnþjálfunarhluti íþróttaskólans notaður til að kynna fleiri greinar s.s. glímu, badminton, golf og fleira.