Um íþróttaskóla HSV
Yfirþjálfari: Heiðar Birnir Torleifsson
Netfang: ithrottaskoli@hsv.is
Íþróttaskóli Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) byrjaði haustið 2011 og er samstarfsverkefni HSV, aðildarfélaga HSV og Ísafjarðarbæjar Íþróttaskólinn er fyrir börn í 1-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Heiðar Birnir Torleifsson er yfirþjálfari og sér um skipulagningu ásamt því að sjá um grunnþjálfun og boltaskóla í 1. og 2. bekk auk grunnþjálfunar í 3. og 4. bekk. Hann heldur einnig utan um þjálfun annarra greina í samstarfi við aðildarfélög HSV. Ísafjarðarbær styður verkefnið og var stofnun skólans ein af grunnstoðum í nýjum samningi Ísafjarðarbæjar og HSV sem undirritaður vetur 2010-2011.
Markmið skólans eru.
- Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
- Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
- Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
- Að auka gæði þjálfunar
- Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
- Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu.