Íþróttaskólinn hefst föstudaginn 23.ágúst. Þessar fyrstu vikur íþróttaskólans munu vera útiæfingar í grunnþjálfun í 1.-4.bekk og fara þær æfingar fram á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði. Fyrsta tímabil boltaskólans er fótbolti og munu æfingar fyrir 1.-2.bekk fara fram á sparkvellinum við Grunnskólann á Ísafirði. Fótboltaæfingar fyrir börnin í 3.-4.bekk fara fram á Torfnesi og munu börnin fara með rútu upp á Torfnes og aftur til baka í grunnskólann eftir æfinguna. Rútan stoppar við alþýðuhúsið/bíóið þar sem strætó stoppar venjulega.

Sundæfingar hefjast einnig föstudaginn 23.ágúst og verða frá þeim degi í sundlauginni á Ísafirði.

Ég vil minna á mikilvægi þess að börnin séu klædd eftir veðri þegar útiæfingar fara fram og í viðeigandi klæðnaði fyrir íþróttaæfingu.

Nánar

Íþróttaskóli HSV mun hefjast föstudaginn 23.ágúst.  Íþróttaskólinn er samvinnuverkefni HSV, aðildafélaga HSV og Ísafjarðarbæjar.  Íþróttaskólinn er ætlaður börnum í 1-4. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og geta öll börn á þessum aldri skráð sig í skólann og tekið þátt.  Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.  Á haustmisseri er skólanum skipt upp í þrjá hluta þ.e. grunnþjálfun, boltaskóla og sund.  Þegar skíðasvæðin opna verður svig- og gönguskíðaæfingum bætt við stundaskrána.

 

Grunnþjálfun: Í grunnþjálfun er áhersla lögð á hreyfingu og hreyfiþroska barna.  Fjölbreyttar æfingar verða í boði, farið í leiki, þrautir, fimleika, hopp, hlaup, köst, aðrar greinar kynntar og margt fleira.  Grunnþjálfun er í boði tvisvar í viku.

 

Boltaskóli:  Í boltaskólanum verður boltagreinum skipt upp í tímabil og þjálfuð ein grein í einu.  Boltagreinarnar í skólanum eru knattspyrna, blak, körfuknattleikur og handknattleikur.   Geta börnin því fengið að kynnast öllum þessum greinum og æft hverja grein.  Boltaskóli er í boði tvisvar í viku og verður fyrsta tímabilið knattspyrna. Þjálfarar í boltaskóla fyrir 3.-4. bekk verða fengnir frá aðildafélögum sem koma með sérþekkingu á sinni grein og kafa dýpra í hverja boltagrein. 

 

Sund:  Í íþróttaskólanum verður almenn sundþjálfun í boði og verða æfingar tvisvar í viku undir stjórn þjálfara Vestra.

 

Skíði: Í íþróttaskólanum verður boðið uppá æfingar á svig- og gönguskíðum. Æfingarnar verða undir stjórn þjálfara Skíðafélags Ísfirðinga og munu æfingatímar skýrarst frekar þegar skíðasvæðin opna í vetur.

Yfirþjálfari íþróttaskólans er Salome Elín Ingólfsdóttir. Salome sér um grunnþjálfun barna í 1.-4.bekk og einnig um þjálfun í boltaskóla fyrir börn í 1.-2. bekk.

 

Skráning í íþróttaskólann fer fram í gegnum sérstakt skráningarkerfi sem er aðgengilegt á heimasíðu íþróttaskóla HSV og er nú þegar hægt að ganga frá skráningu.  Mjög mikilvægt er að skrá barnið í gegnum kerfið þar sem allar upplýsingar til foreldra varðandi íþróttaskólann eru sendar í gegnum þetta kerfi í tölvupósti. Góðar skráningaleiðbeiningar hafa verið settar á heimasíðu HSV.

 

Markmið íþróttaskóla HSV er:

  • Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
  • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
  • Að auka gæði þjálfunar
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu  
Nánar
Í dag hófst formleg skráning í Íþróttaskóla HSV fyrir veturinn. Eins og við var að búast tóku Ísfirðingar vel við sér og hefur skráningin gengið vel.

Sú nýbreytni er í skráningunni í ár að nú er einnig hægt að skrá sig í mötuneyti GÍ sem og aðrar frístundir á milli ellefu og tólf. Með þessari nýbreytni er reynt að auðvelda skráningu nemenda með því að hafa allt á einum stað.  

Til að aðstoða foreldra og forráðamenn við þessa skráningu, sem með þessari breytingu, verður ögn umfangsmeiri, hefur HSV ákveðið að setja niður nokkrar góða punkta til að aðstoða við skráningu.

Til að skrá nemanda er farið inn á síðuna http://hsv.felog.is/

  • Mikilvægt er að nemandi sé skráður í einhverja tómstund alla daga frá 11 - 12.
  • Til að geta skráð sig þarf fyrst að haka í reitinn; samþykkja skilmála.
  • Foreldrar skrá sig inn, annað hvort með nýskráningu eða með eldri aðgangi
  • Þegar búið er að skrá sig inn koma upp nöfn fjölskyldumeðlima. Ef einungis ykkar nafn kemur upp þarf að fara í „nýr iðkandi“ og velja það barn sem þið viljið skrá.
  • Veljið „Námskeið/flokkar í boði“ aftast í línu barnsins (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta)
  • Þá kemur upp það sem er í boði fyrir viðkomandi nemanda og til að skrá í Íþróttaskóla HSV skal fara í „skráning“ aftast í línunni (ath að það gæti þurft að skrolla til hliðar á síðunni til að sjá þetta. Ef ætlunin er að skrá í eitthvað annað eins og mötuneyti eða aðrar tómstundir þá er valið skráning í námskeið aftast í línunni. (ATH, til að skrá í mötuneyti er skráð í námskeið.)
  • Þar sem listinn er talsvert langur af þeim möguleikum sem í boði eru er mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að fara yfir framboð, hvenær námskeiðin eru og hvaða þarfir nemandinn hefur. Gott er að hafa tómstundatöfluna sér til hliðsjónar við þessa skráningu. Tómstundataflan hefur nú þegar verið send til foreldra barna í 1. - 4. bekk. Hana má einnig finna á heimasíðu okkar hér.
  • Þegar búið er að velja frístund er mikilvægt að skrá einnig í Íþróttaskóla HSV og ganga þar frá greiðslu. ATH ekki er nóg að velja bara íþróttaskóla HSV í frístundabilinu 11 - 12. Velja þarf einnig Íþróttaskóla HSV.
  • Ef spurningar vakna varðandi Íþróttaskóla HSV er gott að hafa samband við ithrottaskoli@hsv.is. Ef spurningar vakna varðandi skráningu í mötuneyti eða aðrar tómstundir er nauðsynlegt að hafa samband við sveinfridurve@isafjordur.is
  • Gangi ykkur vel og sjáumst hress. 






Nánar

Stundaskrá íþróttaskóla HSV er nú tilbúin fyrir veturinn. Sú nýbreytni er á að nú geta krakkarnir í 1.-4.bekk verið einhverja daga í íþróttaskólanum í frístundabilinu á milli klukkan 11 og 12. Stundaskrá veturins má sjá hér á síðunni undir "Stundaskrá" hér til vinstri.

Nánar

Vestfirskri íþróttaæsku var færð á dögunum afar rausnarleg gjöf frá Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Í tilefni útskriftar 4. bekkjar Íþróttaskóla HSV ákvað Rótarýklúbbur Ísafjarðar að klæða börnin fallegum, þægilegum og umfram allt slitsterkum Hummel íþróttagöllum.


Það verða því kátir ísafjarðarpúkar, í góðum göllum, við leik og störf á ísfirskum völlum þetta sumarið.


Gallarnir voru keyptir af Hafnarbúðinni og síðan merktir í Fánasmiðjunni og sá Rótarýklúbburinnn um allan kostnað af miklum rausnarskap. Ísfirsk samvinna af bestu gerð.

Það er HSV mikið gleðiefni að finna fyrir slíkri velgjörð í garð Íþróttaskólans og stuðningi við ískfirska íþróttaæsku.


HSV þakkar Rótarýklúbbi Ísafjarðar innilega fyrir stuðning sinn og velgjörð.

Nánar