Hreyfivikan 2017 er byrjuð. Dagskráin er fjölbreytt að venju og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Viðburður er morgunganga upp í Hvilft og síðan tekur hvað við af öðru.
NánarFrá og með næsta mánudegi og til sunnudags er Hreyfivika UMFÍ í í samstarfi við HSV og Ísafjarðarbæ. Fyrsti viðburður hreyfiviku 2017 verður líkt og fyrri ár gönguferð upp í Naustahvilft kl. 6 að morgni mánudags á vegum gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga. Safnast verður saman við bílastæðið neðan Hvilftar og gengið upp í rólegheitum. Veðurspá mánudagsmorguns hljóðar upp á hæga austlæga átt og 7-10 gráðu hita.
NánarHéraðsþing HSV verður haldið í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 23. maí kl. 17. Líkt og í fyrra er stefnt að pappírslausu þingi og verður hægt að nálgast tillögur og annað sem fyrir þingi liggur í flipa; ársþing, hér ofar og til hægri á síðunni.
Fundarboð með tillögum og kjörbréfum hafa verið send til aðildarfélaga
NánarFyrir nokkrum árum gerðu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Háskóli Íslands með sér samning um eflingu samstarfs á sviði íþrótta. Markmiðið með samningnum var að efla tengsl og samstarf mismunandi fræðasviða Háskóla Íslands og íþróttahreyfingarinnar.
Föstudaginn 24. mars munu ÍSÍ og HÍ standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu sem ber heitið „Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál?“ Megin tilgangur ráðstefnunnar er að fræða stjórnendur innan íþróttahreyfingarinnar um atriði eins og skatta og skyldur, ábyrgð stjórnenda, tryggingamál, sjálfboðaliða og íþróttauppeldi. Þarna gefst stjórnendum íþróttafélaga, foreldraráða og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri til að hlusta á fræðimenn og stjórnendur í íþróttahreyfingunni halda erindi og taka þátt í umræðum.
Ráðstefnan verður föstudaginn 24. mars og hefst klukkan 12.00. Áætlað er að dagskrá ljúki kl. 16.30
Dagskrá ráðstefnunnar er: http://www.hi.is/sites/default/files/bgisla/ad_stjorna_ithrottafelagi_radstefna_0.pdf
Ráðstefnan verður tekin upp en einnig mun verða sýnt beint frá henni og er tengillinn https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=4c7bec59-a86a-447e-b87c-a3274f0e2e94
HSV hvetur stjórnendur íþróttafélaga til að fylgjast með þessari áhugaverðu ráðstefnu.
NánarNýlega var úthlutað úr Afrekssjóði HSV. Alls bárust 13 umsóknir frá þremur félögum og var úthlutað styrkjum samtals að upphæð 1.120.000 krónum.
Þeir sem hlutu styrk voru:
Íþróttafélagið Ívar: Kristín Þorsteinsdóttir
Blakdeild Vestra: Auður Líf Benediktsdóttir, Birkir Eydal, Gísli Steinn Njálsson, Hafsteinn Sigurðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Kjartan Óli Sigurðsson.
Skíðafélag Ísfirðinga: Albert Jónsson, Anna María Daníelsdóttir, Dagur Benediktsson, Pétur Tryggvi Pétursson, Sigurður Hannesson, Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.
Allir styrkþegarnir hafa verið valdir í landslið eða eru í undirbúning fyrir landsliðsferðir. Fjöldi styrkumsókna sýnir hve gott starf er unnið í barna og unglingastarfi hjá aðildarfélögum HSV og hefur fjöldi þeirra iðkenda sem valin eru til verkefna hjá sínum sérsamböndum aukist ár frá ári.
Nánar
