Íþróttir og átröskun - Nýr bæklingur.
Út er kominn bæklingur á vegum ÍSÍ um íþróttir og átröskun en um er að ræða endurnýjun á bæklingi sem gefinn var út af ÍSÍ árið 1999. Höfundur bæklingsins er Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ á slóðunum
http://www.isi.is/fraedsla/baeklingar/
eða í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ.
Nánar
Mánudaginn 6. febrúar fer af stað frístundastrætó sem keyrir frá Ísafirði til Bolungarvíkur með stoppi í Hnífsdal og sömu leið til baka. Foreldrar og íþróttahreyfingin hafa lengi kallað eftir þessari þjónustu. Þetta er tilraunaverkefni fram á vor og verður nýting vonandi góð og leiðir af sér aukna þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi og samstarf íþróttafélaga þessara tveggja sveitarfélaga. Vagninn mun ganga frá 14-18:30 mánudaga-fimmtudaga og 13-17:30 á föstudögum.
Vagninn gengur:
Pollgata á Ísafirði - Íþróttahúsið Torfnesi - Hnífsdalur - Íþróttahúsið í
Bolungarvík - Hnífsdalur - Íþróttahúsið Torfnesi - Pollgata.
Mánudaga - Fimmtudaga
Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 14:00 kl. 14:30
kl. 15:00 kl. 15:30
kl. 16:00 kl. 16:30
kl. 17:00 kl. 17:30
kl. 18:00 kl. 18:30
Föstudaga
Frá Pollgötu á Ísafirði Frá Bolungarvík
Kl. 13:00 kl. 13:30
kl. 14:00 kl. 14:30
kl. 15:00 kl. 15:30
kl. 16:00 kl. 16:30
kl. 17:00 kl. 17:30
Nánar
Albert Jónsson keppir á HM í Finnlandi
Albert Jónsson gönguskíðamaður hefur verið vailinn til keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum. Að þessu sinni fer heimsmeistaramótið fram í Lahti í Finnlandi og stendur yfir frá 22.feb til 5.mars. Er þetta í sjönda skipti sem Lahti mun halda HM í norrænum greinum. Allir keppendur eru valdir til þátttöku í skíðagöngu en einnig er keppt í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Einungis hefur einn keppandi náð lágmörkum fyrir lengri vegalengdir en það er Snorri Einarsson. Aðrir keppendur sem valdir eru þurfa að fara í undankeppnina þann 22.feb ef enginn nær lágmörkum áður en HM hefst. Hópurinn mun dvelja í HM þorpinu frá 20.feb til 2.mars. Hér að neðan má sjá keppnisplanið ásamt vali á keppendum og fylgdarmönnum.
Heimasíða mótsins er http://www.lahti2017.fi/en
Nánar
Hvatningarverðlaun Ísafjarðarbæjar vegna íþróttastarfs.
Þann 22. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og efnilegasti íþróttamaður 2016 var útnefndur. Við sama tækifæri veitti Ísafjarðarbær einnig hvatningarverðlaun til Körfuboltabúða Vestra.
Körfuknattleiksdeild Vestra stendur fyrir metnaðarfullum körfuboltabúðum á Ísafirði í byrjun júní ár hvert. Þjálfararnir eru í fremstu röð, jafnt innlendir sem erlendir, og iðkendur koma víðsvegar að af landinu. Óhætt er að fullyrða að þetta sé glæsilegustu körfuboltabúðir sem haldnar eru hér á landi og hafa vaxið og dafnað með hverju árinu. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum á aldrinum 10- 16 ára.
Það voru Birna Lárusdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Ingólfur Þorleifsson sem tóku á mótu hvatningarverðlaununum.
Nánar
Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016
Auður Líf Benediktsdóttir efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016
Tilnefndir til efnilegasta íþróttamannsins; Þráinn Ágúst, Sigurður, Ingólfur Þorleifsson fulltrúi Nökkva, Auður Líf, Ásgeir Óli og Jón Ómar
Í hófi Ísafjarðarbæjar síðastliðinn sunnudag þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var útnefndur, var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Það var Auður Líf Benediktsdóttir sem var valin úr hópi ungra og efnilegra iðkenda.
Auður hefur æft blak frá 7 ára aldri. Hún á marga Íslandsmeistaratitla með yngri flokkum Skells. Á árinu 2016 var hún lykilleikmaður kvennaliðs Skells og síðan Vestra, þrátt fyrir ungan aldur. Liðið keppir í 1. deild Íslandsmótsins. Á árinu 2016 fór Auði mikið fram sem leikmaður og var valin í U17 ára landslið Íslands sem keppti á Norður-Evrópumóti sl. haust. Á mótinu vann hún sér inn stöðu í byrjunarliðinu og fékk hún mikið hrós frá landsliðsþjálfurunum fyrir frammistöðuna.
Til viðbótar við þetta fékk Auður tækifæri til að æfa og spila strandblak á Möltu sumarið 2016. Auður er sterkur strandblakari en í þeirri íþrótt reynir sérlega mikið á snerpu og þol. Hún keppti í maltnesku mótaröðinni í strandblaki ásamt stúlku frá Möltu og enduðu þær í fyrsta sæti.
Þeir sem voru tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar auk Auðar eru eftirfarandi:
Ásgeir Óli Kristjánsson Golfklúbbi Ísafjarðar
Jón Ómar Gíslason handknattleiksdeild Harðar
Nökkvi Harðarson körfuknattleiksdeild Vestra
Sigurður Hannesson Skíðafélagi Ísfirðinga
Þráinn Ágúst Arnaldsson Knattspyrnudeild Vestra
Nánar