Íþróttaskóli HSV hefst mánudaginn 27. ágúst.  Íþróttaskólinn er samvinnuverkefni HSV, aðildafélaga HSV og Ísafjarðarbæjar.  Íþróttaskólinn er ætlaður börnum í 1-4. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og geta öll börn á þessum aldri skráð sig í skólann og tekið þátt.  Íþróttaskóli HSV mun leggja áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV.  Á haustmisseri er skólanum skipt upp í þrjá hluta þ.e. grunnþjálfun, boltaskóla og sund.  

Í grunnþjálfun er áhersla lögð á hreyfingu og hreyfiþroska barna.  Fjölbreyttar æfingar verða í boð, farið í leiki, þrautir, fimleika, hopp, hlaup, köst og margt fleira.  Grunnþjálfun er í boði tvisvar í viku.

Boltaskóli:  Í boltaskólanum verða boltagreinum skipt upp í tímabil og þjálfuð ein grein í einu.  Boltagreinarnar í skólanum eru knattspyrna, blak, körfuknattleikur og handknattleikur.   Geta börnin því fengið að kynnast öllum þessum greinum, æft hverja grein og náð góðum tökum á hverri grein.  Boltaskóli er í boði tvisvar í viku.

Sund:  Í íþróttaskólanum verður almenn sundþjálfun í boði og verða æfingar
tvisvar í viku undir stjórn þjálfara Vestra. Athugið að vegna lokunar á Sundhöll Ísafjarðar hefst sundhluti skólans 11. september.

Yfirþjálfari íþróttaskólans er Kristján Flosason.  Kristján Flosason er íþróttafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu af þjálfun barna og unglinga.  Yfirþjálfari sér um alla skipulagningu íþróttaskólans í samvinnu við aðildarfélög HSV.  Yfirþjálfari íþróttaskóla HSV mun sjá um alla grunnþjálfun og boltaskóla fyrir börn í 1-2. bekk.   Þjálfarar í boltaskóla fyrir 3-4. bekk verða fengnir frá aðildafélögum sem koma með sérþekkingu á sinni grein og kafa dýpra í hverja boltagrein. 

Verð á haustönn verður 7000 kr fyrir önnina hvort sem valið er allir eða einn hluti íþróttaskólans.

Skráning í íþróttaskólann mun fara fram í gegnum sérstakt skráningarkerfi sem er aðgengilegt hér á heimasíðu HSV. 

 

Markmið íþróttaskóla HSV er:

  • Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
  • Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
  • Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
  • Að auka gæði þjálfunar
  • Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
  • Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu 

 

Nánar

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um HSK er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður.

 Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.


Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.  Iðkendur HSV skrá sig sjálfir á heimasíðu Unglingalandsmótsins og ganga frá greiðslu þar, skráningarfrestur er til 29.júlí.  Heimasíðan er www.ulm.is 

Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Selfossi.   Íþróttaleikvangurinn og flest öll íþróttamannvirki eru vel staðsettur í hjarta bæjarins. 

Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin.  Einnig er mjög sniðugt ef kostur er að taka með reiðhjól.  HSV verður eins og öll önnur mót með samkomutjald og Muurika pönnu á staðnum.

 

Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna allan daginn.

 Opnað hefur verið fyrir skráningar á mótið og skrá keppendur sig sjálfir inn og greiða í gegnun heimasíðu mótsins www.ulm.is .

Allar frekari upplýsingar gefur framkvæmdarstjóri HSV í netfang hsv@hsv.is og síma 450-8450  Nánar

Nú er hægt að fylgjast með leikjanámskeiði HSV á facebook.  Þar er hægt að skoða dagskrá næstu viku og kíkja á myndir af krökkunum.  Fyrstu vikunni lauk í dag og hefur verið mikið fjör hjá krökkunum.  Ekki verður minna fjör í næstu viku.  Endilega kíkið á facebook síðuna en hún heitir "Leikjanámskeið HSV".

Nánar
Sundfélagið Vestri auglýsir eftir yfirþjálfara fyrir næsta sundár eða frá 1. ágúst
upplýsingar um starfið  gefur Jón Arnar formaður á netfanginu nonni@snerpa.is.
Nánar

Héraðssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum í styrktarsjóð þjálfara. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er honum ætlað að auka þekkingu og færni þjálfara og með því móti auka gæði þjálfunar og efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.  Sjóðsstjórn er heimilt að úthluta styrkjum til aðila utan vébanda HSV, enda muni viðkomandi verkefni verða íþróttalífi og félögum í Ísafjarðarbæ til hagsbóta.

 

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2012
 

Vakin er sérstök áhersla á reglugerð sjóðssins sem finna má á heimasíðu HSV www.hsv.is . Þar undir „Um HSV“ .  Þar koma fram frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið. 

 

 

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri HSV Kristján Þór Kristjánsson   í síma: 861-4668 eða í tölvupósti: hsv@hsv.is

Nánar