Íþróttaskóli HSV fellur niður í dag fimmtudaginn 26.janúar vegna veðurs og ófærðar.  

Nánar

Þá er fyrra körfuboltatímabilið á enda í boltaskólanum og við tekur handbolti til 3. febrúar. Eins og áður hefur komið fram þá ætlum við að stytta hvert boltatímabil á vorönninni og vera með hverja grein tvisvar en ekki einu sinni eins og á haustönninni. Þetta er gert til þess að ekki líði of langur tími á milli greina því við höfum fleiri daga að vinna með á vorönn en haustönn.

Í grunnþjálfun þessa vikuna vorum við með þrautahringi í bland við ýmsa skemmtilega leiki. Í næstu viku verður þemað í grunnþjálfun Badminton og leikir tengdir því.

Við viljum að lokum minna foreldra á að það þarf að skrá krakkana aftur inn fyrir vorönnina. Það er gert með því að fara í gegnum skráningarferlið sem er á heimasíðu okkar www.hsv.is/ithrottaskoli. Gjaldið er það sama og áður 1.750 kr. pr. mánuð eða samtals 8.750 kr. önnin.

 

Íþróttakveðjur frá Íþróttaskólanum

Nánar

Eins og einhverjir vita átti fyrsta skíðagöngumót vetrarins að fara fram á  þriðjudag. Sú hefð hefur hins vegar skapast á undanförnum árum að fresta þessari boðgöngu og verður ekki brugðið frá þeirri reglu í ár.

Boðgangan verður sem sagt á næsta þriðjudaginn.

 

Í boðgöngunni keppa allir saman, óháð aldri, kyni eða getu. Þeim sem mæta til leiks er skipt í sveitir og er venjan sú að í hverri sveit sé eitt barn og tveir eldri (unglingar og/eða fullorðnir). Börnin ganga um 800 metra, hinir ganga annars vegar 1,5 km og hins vegar 2,5 km. Þeir sem teljast til keppnismanna ganga lengsta sprettinn. Allt er þetta fyrst og fremst til gamans gert, til þess að byrja keppnistímabilið á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Og þar sem það skemmtilegasta við skíðagöngumót er að fá að borða á eftir, þá langar okkur að biðja þau sem tök hafa á, að hafa með sér svolítið bakkelsi sem hægt væri að setja í hlaðborð inni í skálanum eftir göngu.

 

Það er ekki skylda að vera með í boðgöngunni, þeir sem ekki vilja taka þátt fara á hefðbundna æfingu á meðan.

 

Nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur mótsdeginum, sem verður þriðjudagurinn 17. Janúar.

 

Ef fólk vill vera á  póstlista skíðagönguliðsins þá er best að senda Stellu línu og hún bætir ykkur á lystann, stella@misa.is.

 

Eins viljum við mynna á símsvarar skíðagönguæfinga 878 1512. Þar koma upplýsingar um æfingu dagsins fram.

 

Skíðakveðjur frá íþróttaskólanum

Nánar
KSÍ og Boltafélag Ísafjarðar standa fyrir unglingadómaranámskeiði miðvikudaginn 18.janúar. Námskeiðið fer fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði og hefst kl.18:00. Námskeiðið stendur í u.þ.b. 3 klukkustundir og er opið öllu áhugafólki um knattspyrnudómgæslu. Námskeiðinu líkur svo á prófi sem þreytt er 1-2 vikum seinna. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram á netfanginu: nonnipje@simnet.is Nánar
Héraðssamband Vestfirðinga óskar öllum nær og fjær gleðilegra jóla  Nánar