Þann 24. janúar síðastliðinn hélt Ísafjarðarbær hóf þar sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 var útnefndur. Við sama tækifæri var Tryggvi Sigtryggsson heiðraður fyrir áratugalanga langt, gott og gjöfult starf í þágu íþróttamála í sveitarfélaginu.
NánarÍsafjarðarbær bauð til hófs í gær sunnudag þar sem útnefndur var Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar ásamt því að veitt var sérstök viðurkenning fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu.
NánarBikarmót SKÍ í göngu fyrir 12 ára og eldri verður haldið á Seljalandsdal á helginni. Keppni hefst á föstudag kl. 18 með sprettgöngu. Á laugardag hefst keppni kl. 12 og á sunnudag kl. 11.
NánarSunnudaginn 24. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.
NánarSunnudaginn 24. janúar verður útnefndur iþróttamaður Ísafjarðarbæjar. 10 tilnefningar hafa borist frá íþróttafélögum bæjarins og verður valið tilkynnt í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði kl. 16 á sunnudaginn. Einnig verður tilkynnt um val á efnilegasta íþróttamanninum en þar eru sex ungir íþróttamenn tilnefndir. Eftir útnefningarnar býður Ísafjarðarbær upp á veitingar. Hófið er opið og allir velkomnir.
Nánar