Fyrirlestur dr. Hafrúnar Kristjánsdóttur
Hafrún Kristjánsdóttir talar við yngri iðkendur aðildarfélaga HSV.
Hluti þátttakenda.
HSV í samstarfi við KFÍ fékk Hafrúnu Kristjánsdóttur doktor í sálfræði, í heimsókn vestur um síðustu helgi. Hafrún hélt tvo fyrirlestra fyrir iðkendur aðildarfélaga HSV. Umfjöllunarefnið var hvernig andlega hliðin getur haft áhrif á árangur í íþróttum, mikilvægi þess að setja sér markmið, hvernig sjálrfstraust spilar stórt hlutverk og árangur hugarþjálfunar. Fyrirlestrarnir voru mjög vel sóttir og mættu rúmlega 70 iðkendur ásamt nokkrum fjölda foreldra og þjálfara. Náði Hafrún vel til áheyranda á öllum aldri sem fylgdust grannt með fræðslunni.
Vonir standa til um að Hafrún komi aftur á vordögum og fylgi þessari fræðslu eftir.
Nánar
Fulltrúar frá félögunum fjórum handsala sameininguna. Frá vinstri Ingi Björn Guðnason KFÍ, Sigurður Hreinsson Skelli, Gísli Jón Hjaltason BÍ88 og Páll Janus Þórðarson Sundfélaginu Vestra.
Guðný Stefanía stefánsdóttir flytur nýju félagi kveðju og hamingjuóskir. Frá vinstir Magnús Erlingsson fundarritari, Hjalti Karlsson formaður Vestra, Gílsi Halldór Halldórsson fundarstjóri og Guðný Stefanía.
Íþróttafélagi Vestri var stofnað síðastliðinn laugardag á Ísafirði. Þar með hafa félögin BÍ88, KFÍ, Skellur og Sundfélagið Vestri sameinast í eitt félag með deildarskiptu starfi.
Nánar
Mikið er um að vera hjá aðildarfélögum HSV hér heima nú á komandi helgi.
Nánar
Íþróttafélagið Vestri - stofnfundur16.01.16 kl. 16
Stofnfundur Íþróttafélagsins Vestra, nýs sameinaðs íþróttafélags á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn laugardaginn 16. janúar 2016 kl. 16.00 á fjórðu hæð Stjórnsýsluhúss Ísafjarðarbæjar. fundurinn er öllum opinn og hvetur sameiningarnefnd áhugasama um að koma og taka þátt í stofnun nýs og öflugs íþróttafélags.
Nánar
Fyrirlestur fyrir iðkendur laugardaginn 16. janúar
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur
Laugardaginn 16. janúar mun HSV í samstarfi við KFÍ bjóða upp á fyrirlestra með sálfræðingnum Hafrúnu Kristjánsdóttur. Fyrirlestrarnir verða tveir, annarsvegar klukkan 13.30 fyrir íþróttakrakka í 6. – 9. bekk grunnskóla og hinn verður kl. 15 fyrir iðkendur í 10. bekk og eldri. Fyrirlestrarnir verða haldnir í fyrirlestrastofunni á neðri hæð Menntaskólans á Ísafirði. Þjálfarar eru hvattir til að mæta og foreldrar eru velkomnir með sínum börnum.
Nánar